/

Persónulegir munir

Vörur og þjónusta

Persónulegir munir

Icelandair Cargo býður upp á flutning á hvers kyns persónulegum munum og húsbúnaði, bæði á frakt- og farþegavélum. Sendandi þarf að undirbúa flutninginn og pakka vöru sinni vandlega fyrir flug.

Hættuefnavara
Engar vörur sem teljast til hættuefna í flugi eru leyfðar í sendingu. Má þar telja lithium rafhlöður sem finnast t.d. í farsímum og -tölvum, gas, spreybrúsar, olía eða aðrir eldfimir vökvar.

Pökkun
Sendingar skulu afhentar af sendanda, vandlega pakkaðar og tilbúnar til flutnings. Icelandair cargo tekur ekki við plastkössum, plastpokum, ferða- eða íþróttatöskum í flugfrakt, nema á vörubretti sem er vandlega plastað og frágengið.

Skjalagerð
Sendandi þarf að skila innihaldslista á ensku. Önnur skjalagerð er í höndum flugfélagsins eða flutningsmiðlara á upphafsstöð, s.s. útgáfa farmbréfs og útflutningsskýrsla til tolls.

Tryggingar
Sending er ekki tryggð af Icelandair Cargo. Við mælum með að sendandi tryggi sendinguna hjá tryggingarfélagi á meðan á flutningi stendur.