Vörur og þjónusta

Fersk matvæli

Flutningur á ferskvörum krefst skjótrar og skilvirkar þjónustu. Ferskt sjávarfang, ávextir og grænmeti þurfa sérstaka meðhöndlun og Icelandair Cargo hefur sérhæft sig í slíkum flutningi.

Icelandair Cargo fylgir ströngum og sértækum þjónustukröfum. Við stýrum sérhæfðum vöruhúsum og notum framúrskarandi hitastýringarkerfi til að tryggja afhendingu hágæða ferskvöru. Hinsvegar hvetjum við viðskiptavini okkar til þess að pakka vörunni í viðeigandi pakkningar, því hitabreytingar geta átt sér stað á meðan á hleðslu og afhleðslu stendur.

Flutningskefið okkar er víðtækt og sérkunnátta okkar á flutningi gerir okkur kleift að flytja ný veiddan fisk beint inn á erlenda markaði, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann er dreginn upp úr sjónum. Ásamt því þá tryggjum við afhendingu á fersku grænmeti, ávöxtum og annarri ferskvöru til viðskiptavina okkar.

Skammastafanir IATA sem tengjast ferskum matvælum: PES/PER/PEM/COL/PEP/FRO/FRZ

Sendu línu á söludeildina okkar fyrir nánari upplýsingar um innflutning til Íslands eða útflutning frá Íslandi.