Vörur og þjónusta

Lyfjaflutningar

Mikið er komið undir því að lyfjaflutningar (PER/COL) fari fram með öruggum og skilvirkum hætti. Þess vegna viðhöfum við sérstaka aðgát við flutning á hvers kyns lyfjum.

Sendu línu á söludeildina okkar fyrir nánari upplýsingar um innflutning til Íslands eða útflutning frá Íslandi.

Ábyrgð sendanda
Sendendur eru ábyrgir fyrir því að öllum lögum og reglum í tengslum við inn- og útflutning lyftengdra vara sé fylgt, auk þess að tryggja að öll leyfi, skírteini og önnur skjöl séu aðgengileg fyrir tollayfirvöld, heilbrigðisyfirvöld og aðrar stofnanir. Sendendur eru einnig ábyrgir fyrir því að lyfjunum sé pakkað á réttan hátt fyrir flutning.