/

Jarðneskar leifar

Vörur og þjónusta

Jarðneskar leifar

Icelandair Cargo tekur að sér flutning á líkkistum og duftkerjum til og frá Íslandi (HUM). Slíkur flutningur krefst aðgátar og góðs undirbúnings og reynum við eftir bestu getu að koma til móts við óskir aðstandenda hverju sinni.

Fyrirspurnir og bókun
Upplýsingagjöf og bókun flutnings í flug á jarðneskum leifum fer í flestum tilfellum fram í gegnum útfararstofu eða flutningsmiðlara.

Innflutningur til Íslands
Bókun flutnings líkkistu er í höndum þeirrar útfararstofu sem þjónustar aðstandendur hins látna. Bókun flutnings duftkers er í höndum útfararstofu eða flutningsmiðlara á þeim stað sem kerið flýgur frá.

Útflutningur frá Íslandi
Bókun flutnings líkkistu er í höndum þeirrar útfararstofu sem þjónustar aðstandendur hins látna. Bókun flutnings á duftkerfi er oftast í höndum útfararstofu en getur einnig bókast beint í gegnum söludeild okkar:

Netfang: [email protected]
Sími: 50 50 435