Vörur og þjónusta

Hestaflutningar

Icelandair Cargo hefur áratuga reynslu af hestaflutningum. Við leggjum okkur fram um að tryggja velferð hestanna frá móttöku til afhendingar.

Hestar eru fluttir með fraktvélum í sérútbúnum hestagámum sem taka einn til fimm hesta.

Reynslumikill fylgdarmaður á vegum flugfélagsins er með í öllum hestaflugum og sér um að allt gangi hnökralaust.

Flutningur bókaður hjá samstarfsaðilum
Icelandair Cargo vinnur í nánu samstarfi við fjögur sérhæfð hestaútflutningsfyrirtæki og sjá þau um alla þætti útflutningsins frá seljanda til kaupanda. Þau aðstoða seljendur við landflutninga, dýralæknaskoðun og útgáfu pappíra og veita auk þess upplýsingar um flutningskostnað, tollafgreiðslu og afhendingu til kaupanda.

Áfangastaðir
Icelandair Cargo flytur hesta frá Íslandi á beinu flugi til eftirfarandi áfangastaða:

Belgía: Liege (LGG) 

Svíþjóð: Norrköping (NRK)

Bandaríkin: New York (JFK)

Reglulega er farið með hesta til Kolding í Danmörku, landleiðina frá Liege. Einnig getum við aðstoðað með afhendingu á fleiri stöðum.

Undirbúningur
Sendandi sér til þess að hestar séu vel undirbúnir fyrir flutning og skoðaðir af dýralækni. Það er á ábyrgð sendanda að tryggja að allir pappírar, vottorð og skírteini séu rétt. Ef þörf er á hestur fari í sóttkví (t.d Bandaríkjunum) er það einnig á ábyrgð sendanda.

Mikilvægt er að allir hestar séu með vel tilskorna hófa til þess að fyrirbyggja meiðsli á öðrum hestum á meðan á flutningi stendur. Dýralæknir á brottfarastöð geta hafnað flutningi á kostnað sendanda ef þessu er ekki fylgt eftir. Einnig er mikilvægt að tryppi (trippi) séu bandvön og hafi einhverja reynslu af því að vera nálægt mannfólki.

Nánari upplýsingar varðandi reglur sem gilda um útflutning á hestum frá Íslandi má finna á heimasíðu Matvælastofnunnar (MAST).

Ábyrgð flugfélags
Icelandair Cargo flytur hesta í samræmi við IATA reglur og er ábyrgt samkvæmt IATA skilmálum.

Ábyrgðin undir þessum skilmálum er takmörkuð og við hvetjum sendendur og móttökuaðila til þess að kaupa ferðatryggingu fyrir hestana fyrir flutning.

Live Animals Regulations issued by IATA