Flutningur á farartækjum

Farartækjaflutningar

Við getum tekið að okkur flutninga á bílum, mótorhjólum, snjósleðum og fjórhjólum ásamt fleiri farartækjum. Farartæki eru yfirleitt flutt sem frakt í „viðbragðsstöðu“ (Standby), sem þýðir að þau eru bókuð á flug þar sem pláss er fyrir þau. Önnur bókuð frakt hefur forgang fram yfir farartæki. Sendendur geta þó fengið staðfesta bókun á ákveðið flug ef þeir óska eftir því. Slíkur flutningur er þó kostnaðarsamari. Farartæki eru aðeins flutt með fraktvélum og ákveðnar reglur gilda um slíka flutninga sem sendendur þurfa að kynna sér vel.

Innflutningur á farartækjum til Íslands

Við flytjum farartæki frá LGG flugvelli í Lieges í Belgíu, þar sem við erum með regluleg fraktflug í hverri viku frá þessum áfangastöðum.

Farartæki afhent á flugvöll 

Bifreið er afhent í vöruhús Icelandair Cargo á flugvelli. Bensíntankur má ekki innihalda meira en sem nemur 1/8 hluta af honum og rafgeymir þarf að vera aftengdur.

Leiðbeiningar vegna innflutnings á farartækjum frá Evrópu

Mikilvægt er að bóka flutning á farartækum hjá Icelandair Logistics á LGG flugvelli, Belgíu. Sími: +32 4 234 8758. Ekki er tekið á móti óbókuðum bifreiðum.

Icelandair Logistics 
Liege Airport
Cargo Nord Rue Saint Exupery
Building 16
B-4460 Grace Hollogne 
Belgium 
Tel: +32 4 234 8758 
Fax: +32 4 234 8759 
cargolgg@icelandaircargo.is

Framvísun pappíra fyrir tollafgreiðslu

 • Skráningarskírteini
 • Vörureikningur
 • Shipper Export Declaration (SED)*
 • Dangerous Goods (DGR)

*Icelandair Cargo getur útbúið SED. Sendandi þarf að fylla út SED og DGR skýrslu. 

Tollayfirvöld krefjast að fá þessi gögn til þess að tollafgreiða sendinguna. Það getur tekið allt að 5 daga hjá tollayfirvöldum í Bandaríkjunum að tollafgreiða farartæki eftir að öll gögn hafa verið lögð fram.

Leiðbeiningar vegna tollafgreiðslu á bifreiðum

Ef viðskiptavinur óskar eftir að Icelandair Cargo sjái um tollafgreiðslu á bifreiðinni er hægt að hafa samband við tollmiðlun okkar í síma 5050-785 eða senda tölvupóst á netfangið tollskyrsla@icelandaircargo.is .

Innflutningsferlið

Viðskiptavinur þarf að fara til Umferðastofu að Borgartúni 30 og sækja um fastanúmer (bílnúmer).

Icelandair Cargo býður upp á þá þjónustu að senda þessa pappíra til eiganda bílsins og kostar það 1.245 kr. Einnig gefst eiganda kostur á að sækja pappírana til Keflavíkur.

Leggja þarf inn frumrit af erlendu skráningaskírteini (Original Title) og farmbréfi frá Icelandair Cargo til Umferðastofu.

Þegar fastanúmerið er komið þarf eigandi bílsins að hafa samband við tollmiðlun til að gera tollskýrslu í síma 5050-785 eða í tölvupósti, tollskyrsla@icelandaircargo.is .

Eftir það getur eigandi haft samband tollayfirvöld í síma 420-1782  til þess að kanna hvenær tollafgreiðslu lýkur.

Að lokum er komið til Keflavíkur og náð í bílinn, kostnaður greiddur og keyrt heim.

Útflutningur á farartækjum

Tollayfirvöld gera kröfu um að eftirfarandi atriðum sé fullnægt áður en flytja má farartæki úr landi:

Skráningarvottorð ökutækis

 • Ef umráðamaður ökutækis er annar en eigandi skv. skráningarvottorði þarf samþykki skráðs eiganda
 • Samþykki eiganda þarf að vera skriflegt (ef skráður eigandi er eignarleigufyrirtæki eða tryggingafyrirtæki nægir tölvupóstur frá tengiliðum í þessum fyrirtækjum)
 • Hægt er að afla upplýsinga um skráðan eiganda í ökutækjaskrá

Þinglýsingarvottorð

 • Ef á ökutækinu hvíla veðskuldir þarf skriflegt samþykki veðhafa fyrir útflutningi (ef veðhafi er eignarleigufyrirtæki eða tryggingafyrirtæki nægir tölvupóstur frá tengiliðum í þessum fyrirtækjum)
  • Skráningarskírteini
  • Vörureikningur
  • Þinglýsingarvottorð
  • Shipper Export Declaration (SED)*
  • Dangerous Goods (DGR)

Tollskýrslugerð

Eftirfarandi fylgiskjöl þurfa m.a. að fylgja tollskýrslu:

*Icelandair Cargo getur útbúið SED. Sendandi þarf að fylla út SED og DGR skýrslu. 

Faxnúmer í tollafgreiðslu er +354 425 0917 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma +354 5050-785  og á netfanginu tollskyrsla@icelandaircargo.is .

Undirbúningur fyrir útflutning

Koma þarf ökutækinu í vöruhús Icelandair Cargo í Keflavík. Eldsneytistankurinn má aðeins innihalda 1/8 af tankinum og rafgeymir þarf að vera aftengdur.

Hafið samband við sölufulltrúa okkar og fáið nánari upplýsingar um flutninga á farartækjum.