Hraðflutningar

Alltaf í fyrsta forgangi

Við bjóðum upp á tvenns konar forgangsþjónustu, Express og Courier, sem báðar miða að því að því að tryggja hámarks hraða og vörumeðhöndlun sem eru sniðin að ólíkum aðilum á markaði. Hér fyrir neðan getur þú séð hvor forgangsflutningsleiðin hentar þér og þínum þörfum þegar kemur að fraktflutningum.

Express

Express þjónustan er hönnuð fyrir umfangsmeiri hraðflutningsfyrirtæki þar sem hraði og áreiðanleiki skipta mestu máli. Þar er ákveðnum flugpöllum úthlutað til hraðflutningsfyrirtækja auk þess sem að flugáætlunin er mótuð útfrá þeim. Við tryggjum fyrsta forgang, frátekið flugpláss og stöðuga eftirfylgni með flutningunum. Við vinnum náið með ýmsum hraðflutningsfyrirtækjum á þessu sviði.

Courier

Þessi þjónusta er einkum hugsuð fyrir hraðflutningsfyrirtæki sem og önnur fyrirtæki sem þurfa að koma pökkum, pósti eða skjölum með hraði á áfangastað. Við tryggjum fyrsta forgang, frátekið flugpláss og stöðuga eftirfylgni með flutningunum. Við vinnum náið með ýmsum hraðflutningsfyrirtækjum á þessu sviði.

Vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa okkar til þess að fá nánari upplýsingar um forgangsflutninga.