Lyfjaflutningar

Lyf á hraðferð

Það getur oft mikið legið í húfi þegar lyfjasendingar eru annars vegar. Með því að nýta þér fraktflutninga Icelandair Cargo færðu hraðasta flutningsmáta sem kostur er á.

Hraði og áreiðanleiki

Við erum alltaf í kapphlaupi við tímann og með öflugu og traustu leiðarkerfi komum við lyfjasendingunni þinni hratt og örugglega á áfangastað.

Sérstök vörumeðhöndlun

Þegar kemur að lyfjaflutningum viðhöfum við sérstaka aðgát í vörumeðhöndlun og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir of miklar hitabreytingar á meðan á flutningi stendur.

Rétt pökkun er mikilvæg

Mikilvægt er að framfylgja öllum reglum varðandi pökkun lyfja til þess að tryggja gæði og öryggi. Við vinnum náið með ýmsum flutningsmiðlurum í tengslum við lyfjaflutninga sem eru sérhæfðir í slíkum verkefnum og áframflutningum.

Nauðsynleg skilyrði

Sendendur eru ábyrgir fyrir því að fylgja öllum lögum og reglum í tengslum við inn- og útflutning lyftengdra vara, auk þess að tryggja að öll leyfi, skírteini og önnur skjöl séu aðgengileg fyrir tollayfirvöld, heilbrigðisyfirvöld og aðrar stofnanir. Sendendur eru einnig ábyrgir fyrir því að lyfjunum sé pakkað á réttan hátt fyrir flutning.

Vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa okkar til þess að fá nánari upplýsingar um flutning á lyfjum og öðrum lyftengdum vörum.