Vélar og varahlutir

Véla og varahluta flutningar

Við flytjum mikið af vélum og varahlutum bæði til og frá Íslandi á þann áfangastað þar sem þessara hluta er þörf, hvort sem það eru sérhæfðar vélar á leiðinni til Evrópu eða varahlutir sem bráðvantar á Íslandi.

Hraði og áreiðanleiki

Það getur oft mikið legið í húfi þegar varahlutir eru annars vegar. Þá skiptir hraður og áreiðanlegur flutningsmáti höfuðmáli því það getur reynst dýrt að bíða of lengi. Við erum alltaf í kapphlaupi við tímann og við leggjum okkur fram um að tryggja þinn árangur með hraða, áreiðanleika og góðri þjónustu.

Óþarfa vörubirgðir kosta fyrirtæki of mikið

Með því að nýta þér fraktflutninga Icelandair Cargo geturðu verið með einmitt það magn á lager sem þú þarft – hvorki of mikið né of lítið. Þannig losarðu um rekstrarfé sem annars væri bundið í birgðum án þess að það komi niður á viðskiptavininum.

Reiknaðu dæmið til enda, því tíminn flýgur

Vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa okkar til þess að fá nánari upplýsingar um flutning á vélum og varahlutum.