Hátæknivörur

Tækni á fljúgandi ferð

Við flytjum mikið af hátæknivörum bæði til og frá Íslandi á þann áfangastað þar sem þeirra er þörf, hvort sem um er að ræða nýjustu útgáfuna af vinsælasta farsímanum, eftirsótta spjaldtölvu eða aðra íhluti.

Hagkvæmur flutningsmáti

Tæknivörur eru yfirleitt mjög verðmætar vörur sem borgar sig frekar að flytja með flugfrakt þar sem tími og örugg afhending skiptir miklu máli. Tæknivörur henta líka ákaflega vel í flug þar sem þær eru hvorki þungar né rúmmálsfrekar með tilliti til flutningskostnaðar.

Eftirsótt vara á ekki að þurfa meira lagerpláss

Með því að nýta þér flugfrakt með Icelandair Cargo er hægt að panta minna í einu með styttri fyrirvara og fá vöruna afhenta á mjög stuttum tíma. Þannig bindurðu minna fé í birgðum í einu, kemur í veg fyrir of mikla rýrnun og þú kemst af með minni birgðir þar sem fraktferðir til landsins eru mjög tíðar.

Það tekur enga stund að panta meira með flugfrakt

Við erum alltaf í kapphlaupi við tímann og við leggjum okkur fram um að tryggja þinn árangur með hraða, áreiðanleika og góðri þjónustu.

Reiknaðu dæmið til enda, því tíminn flýgur

Vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa okkar til þess að fá nánari upplýsingar um flutning á hátæknivörum.