Persónulegar eigur

Flutningur á persónulegum eigum

Það er ýmislegt sem þarf að huga að þegar kemur að því að flytja búslóð eða persónulegar eigur á milli landa og því er mjög mikilvægt fyrir sendendur að kynna sér upplýsingar um flutningsferlið vel.

Af öryggisástæðum þarf frakt sem flokkast undir persónulegar eigur að vera a.m.k. einn sólahring í vöruhúsi okkar á JFK flugvelli áður en hún er sett um borð í flugvél. Persónulegar eigur sem fara á farþegavélar til Bandaríkjanna þurfa að vera gegnumlýstar. Ef koma þarf vörunni lengra en á flugvöll í viðkomandi landi er flutningsaðilum bent á að vera í sambandi við flutningsmiðlara til þess að skipuleggja áframflutning og viðeigandi pökkun.

Atriði sem þarf að hafa í huga

1. Magn – Rúmmál og Þyngd

Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á stærð búslóðar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að finna út hversu stór búslóðin er. Athuga þarf bæði þyngd búslóðar og rúmmál.

2. Tilboðsbeiðni

Þegar stærð búslóðarinnar er komin á hreint er hægt að fá verð í flutninginn með því að fylla út tilboðsbeiðni

Skjöl sem þarf að fylla út áður en búslóð er flutt

  • Innihaldslisti - listi sem telur upp allt sem er í búslóðinni
  • Mat á verðmæti innihalds sendingar fyrir tollskýrslugerð

4. Pökkun 

Viðskiptavinur verður að ganga úr skugga um að búslóðinni sé vel pakkað til að þola flutninginn. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að pakka öllu vel.

5. Bókun flutnings

Þegar komið er að því að bóka flutninginn er næsta skref að hafa samband við flutningsmiðlara. Flutning á persónulegum eigum þarf alltaf að greiða fyrirfram.

Heimasíðu Tollstjóraembættisins (búslóðir) er að finna hér og er viðskiptavinum bent á að kynna sér hana vel.

Hafið samband við sölufulltrúa okkar og fáið nánari upplýsingar um almenna flutninga.