Ferskir Ávextir og Grænmeti

Ferskara með flugi

Þegar ferskleikinn skiptir höfuðmáli er helsta fyrirstaðan ekki fjarlægðin, heldur tíminn sem líður. Með öflugu og traustu leiðarkerfi komum við ferskum ávöxtum og fersku grænmeti hratt og örugglega til landsins hvaðan sem er úr heiminum. 

Síðasti söludagur

Ferskleikinn er öllum mikilvægur þegar kemur að því að velja hráefni, hvort sem það er ætlað til matargerðar eða til annarra nota. Viðskiptavinurinn kaupir frekar vöru sem er fersk og endist lengur og kastar ekki krónunni fyrir aurinn þegar til lengri tíma er litið. Með því að panta minna í einu og oftar með Icelandair Cargo getur þú minnkað áhættu og dregið úr rýrnun á vörum sem eru viðkvæmar fyrir tíma. Síðasti söludagur er ein af staðfestingum þess að við erum alltaf á fljúgandi ferð. 

Hraðinn gerir gæfumuninn

Innflutt hráefni sem kemur flugleiðis til landsins er eitt það ferkasta sem í boði er. Með því að nýta þér tíðar ferðir frá meira en 40 áfangastöðum í Evrópu og Ameríku með Icelandair Cargo getur þú boðið þínum viðskiptavinum uppá ferskar, framandi og bragðgóðar vörur sem endast.

Við borðum líka með augunum

Við fáum stóran hluta þeirra steinefna og vítamína sem okkur eru lífsnauðsynleg úr safaríkum og ferskum ávöxtum og grænmeti. Því ferskari sem vörunar eru, því betur líta þær út. 

Sérútbúin kæling í vöruhúsi í Keflavík

Vöruhús Icelandair Ground Services (IGS) í Keflavík er útbúið sérútbúnum kælum sem skapa kjöraðstæður fyrir ferska ávexti og grænmeti. Með þessum hætti náum við betur að mæta þeim kröfum sem viðskiptavinir okkar og neytendur setja okkur um ferskleika.

Reiknaðu dæmið til enda, því tíminn flýgur

Vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa okkar til þess að fá nánari upplýsingar um innflutning á ferskum ávöxtum og fersku grænmeti.