Ferskleiki sem enginn nær

Þegar ferskleikinn skiptir höfuðmáli er helsta fyrirstaðan ekki fjarlægðin, heldur tíminn sem líður. Staðsetning Íslands sem miðpunktur í Norður Atlantshafi, gjöful fiskimið, áratuga reynsla og öflugt leiðarkerfi Icelandair Cargo eru grunnurinn að einstöku samkeppnisforskoti fyrir ferskan fisk frá Íslandi.

Síðasti söludagur

Ferskleikinn er öllum mikilvægur þegar kemur að því að velja hráefni, hvort sem það er ætlað til matargerðar eða annara nota. Viðskiptavinurinn kaupir frekar vöru sem er fersk og endist lengur og kastar ekki krónunni fyrir aurinn þegar til lengri tíma er litið. Þessi krafa um ferskleika er meginástæða þess að við erum alltaf á fljúgjandi ferð.

Öflugt leiðarkerfi

Með því að nýta þér tíðar ferðir til meira en 40 áfangastaða í Evrópu og Ameríku getur þú boðið þínum viðskiptavinum uppá ferskar og bragðgóðar vörur sem endast. Fylgstu með flutningi á ferskum fiski til Bandaríkjanna, frá því hann veiddur við Reykjanes, þar til hann er framreiddur ferskur á veitingarstað í útjaðri Boston tæpum 48 klst síðar (Landinn - RÚV 2014).

Einstök aðfangakeðja

Með áratuga reynslu og stöðugri þróun í samstarfi við viðskiptavini okkar höfum við saman náð að byggja upp sterka og einstaka aðfangakeðju fyrir ferskan fisk frá Íslandi. Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður úr þættinum Um land allt á Stöð 2, heimsóttu útgerðarbæinn Sandgerði. Þar fylgdust þeir með löndum á línufiski að morgni og ferlinu sem tók við í kjölfarið. Vinnsluhúsið, flugvöllur, fraktflug hjá Icelandair Cargo og loks matardiskur í hádeginu í Belgíu daginn eftir.

Geymsluþol og ferskleiki

Við skynmat á fiskiflökum er víða stuðst við breskan einkunnarstiga sem þróaður var á Torry stofnuninni í Aberdeen í Skotlandi. Sá einkunnarstigi nær frá 10, sem er gefið er fyrir alveg ferskan fisk og niður í 3. Talið er ástæðulaust að vera með lýsingar fyrir neðan 3 enda er fiskurinn þá orðinn óhæfur til neyslu. Torry skalinn er mikið notaður í fiskiðnaði sumra landa og af kaupendum fiskafurða. Á skalanum sést skýrt og greinilega hversu mikið tími hefur áhrif á bragðgæði og ferskleika.

Upphaf ferskleikarýrnunar einkennist af frekar hlutlausu bragði, en þá hefur fiskurinn ekki lengur þá lykt og bragð sem einkennir ferskan fisk eins og sætt bragð og góð lykt. Þetta gerist við lok ferskleikatímabils þegar Torry einkunn er sjö. Þá fer að verða vart við skemmdareinkenni. Meðaltalið 5,5 hefur oft verið notað sem mörk um neysluhæfni en þá eru farin að myndast greinileg skemmdareinkenni eins og súr lykt og vottur af óbragði. Flokkunina má sjá hér að neðan í eftirfarandi töflu.

Torry TaflaHraðinn gerir gæfumuninn

Þegar ferskur fiskur er fluttur út með flugi er gæðum ekki fórnað og þú getur verið viss um að varan skili sér hratt og örugglega á áfangastað í toppgæðum. Við höldum hitastigi vörunnar eins stöðugu og kostur er og sýnum hráefninu mikla virðingu allt frá móttöku til afhendingar. Það er ástæðan fyrir því að ferskur fiskur sem fluttur er út með flugi þykir jafn bragðgóður og raun ber vitni. 

Sérútbúin kæling í vöruhúsi í Keflavík

Vöruhús Icelandair Cargo í Keflavík er útbúið sérútbúnum kælum sem skapa kjöraðstæður fyrir ferskar sjávarafurðir áður en þær fara á flug. Með þessum hætti náum við betur að mæta þeim kröfum sem viðskiptavinir okkar og neytendur setja okkur um ferskleika.

Íslenski sjávarklasinn

Icelandair Cargo styður framþróun og frekari vöxt í sjávarútvegi og við vinnum mjög náið með útflutningsaðilum og öðrum aðilum innan íslenska sjávarklasans til þess að tryggja sameiginlega velferð okkar. Saman vinnum við að því að hámarka verðmæti íslenskra sjávarafurða með því að viðhalda bestu mögulegum gæðum og ferskleika. Þannig verður verðmæt útflutningsvara enn verðmætari.

Kolefnisjöfnun á flugfrakt

Icelandair Cargo býður viðskiptavinum uppá að kolefnisjafna flugfrakt á einfaldan og ábyrgan máta. Búið er að reikna nákvæman kostnað við kolefnisjöfnun fyrir hvert flutt kíló á öllum áfangastöðum í leiðakerfinu okkar. Með þessu móti erum við að koma til móts við óskir margra kaupenda á ferskum fiski um að tryggja bestu mögulegu gæði á ferskum sjávarafurðum og jafnframt á sem ábyrgastan máta. 

Kolefnisjöfnun verður valkvæð öllum viðskiptavinum þar sem hægt verður að kolefnisjafna allan flutning með Icelandair Cargo eða einstaka hluta viðskipta eftir kaupendum og flugleggjum.
Á Íslandi er eingöngu 1,3% landsins þakið skógum.  Kolviður vinnur að aukinni bindingu kolefnis með skógrækt og uppgræðslu.  Með samstarfi við Kolvið vinnum við að uppgræðslu landsins, endurheimt skóga og tryggjum ábyrgt markaðsstarf á hágæða ferskum íslenskum sjávarafurðum.

Reiknaðu dæmið til enda, því tíminn flýgur

Vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa okkar til þess að fá nánari upplýsingar um útflutning á ferskum sjávarafurðum.