Dýraflutningar

Hestaflutningar

Icelandair Cargo er með áratuga reynslu af hestaflutningum og við leggjum okkur fram um að tryggja velferð hestanna allt frá móttöku til afhendingar. Allur aðbúnaður hesta sem fluttir eru með Icelandair Cargo er til fyrirmyndar til þess að tryggja að hestunum líði sem best á leið sinni frá Íslandi.

Flutningsferlið

Hestar eru fluttir með fraktvélum í sérstökum hestagámum. Í gámum er hægt að koma fyrir allt frá einum upp í fimm hesta. Reynslumikill fylgdarmaður er með í öllum hestaflutningum og hestunum líður yfirleitt ágætlega á leiðinni.

Icelandair Cargo gefur fyrirfram út áætlaðar dagsetningar fyrir flutninga á hestum. Dagsetningar á flutningum geta hinsvegar ekki alltaf verið fastar þar sem hestaflug eru háð fjölda bókana á áfangastað. Þessar dagsetningar geta því breyst miðað við eftirspurn.

Móttökuhafnir fyrir hestaflutninga eru:

Belgía:  Liege (LGG) 

Danmörk: Billund (BLL)

Svíþjóð:  Norrköping (NRK)

Bandaríkin:  New York (JFK)

Nánari upplýsingar um hestaflutninga til Liege - [Enska] / [Þýska].

Undirbúningur fyrir hestaflutninga

Sendendur þurfa að sjá til þess að hestar séu vel undirbúnir og skoðaðir af dýralækni. Það er á hans ábyrgð að tryggja að allir pappírar, vottorð og skírteini séu rétt. Ef þörf er á hestur fari í sóttkví (t.d Bandaríkjunum) er það einnig á ábyrgð sendanda.

Nánari upplýsingar varðandi reglur sem gilda um útflutning á hestum frá Íslandi má finna á heimasíðu Matvælastofnunar (MAST).

Það er mjög mikilvægt að allir hestar séu með vel tilskorna hófa til þess að fyrirbyggja meiðsli á öðrum hestum á meðan á flutningi stendur. Fylgdarmaður og dýralæknir á móttökustöð geta hafnað flutningi á kostnað sendanda ef þessu er ekki fylgt eftir. Það er einnig mjög mikilvægt að tryppi séu bandvön og hafi einhverja reynslu af því að vera nálægt mannfólki.

Skylda flytjanda

Icelandair Cargo flytur hesta í samræmi við IATA reglur og er ábyrgt samkvæmt IATA skilmálum.

Ábyrgðin undir þessum skilmálum er takmörkuð og við hvetjum sendendur og móttökuaðila til þess að kaupa ferðatryggingu fyrir hestana fyrir flutning.

Live Animals Regulations chapter 1.3.8. issued by IATA.

Samstarfsaðilar

Icelandair Cargo vinnur í samstarfi við fjögur sérhæfð hestaútflutningsfyrirtæki sem sjá um alla þætti útflutningsins frá seljanda til kaupanda, alla pappírsvinnu, heilbrigiðsskoðun, upprunavottorð, hestapassa og flutninga innanlands og utan.

Fyrir flugbókanir og nánari upplýsingar um hestaflutninga vinsamlegast hafið samband við einhvern af eftirfarandi samstarfsaðilum. 


Fakaland2
Eysteinn Leifsson ehf
Sími. 566 6771
Farsími. 896 5777
Netfang: [email protected]
Vefsíða: www.exporthestar.is
Fákaland Export  
 
 
Netfang: [email protected]
Vefsíða: www.fakaland.is      
 

Gunnar Arnarson ehf 
Sími. 557 3788
Farsími. 892 0344
Netfang: [email protected]
Vefsíða: www.horseexport.is
Hestvit ehf.
Farsími. 897 1748
Farsími. 897 1744
Netfang: [email protected]
Vefsíða: www.hestvit.is