Um okkur

Starfsemin

Icelandair Cargo býður upp á hraðvirka og áreiðanlega flutningsþjónustu. Við flytjum varning með fraktflugvélum af gerðinni Boeing 767 og Boeing 757 og með farþegaflugi Icelandair.

Flutningskerfið okkar tengir saman fleiri en 50 áfangastaði auk þess sem samstarf okkar við önnur flugfélög og hina ýmsu þjónustuaðila gerir okkur kleift að flytja varning um allan heiminn. Við sérsníðum þjónustu okkar að hverju tilfelli eftir því sem kostur er.