22.12.2016

Mika­el Tal Grét­ars­son, for­stöðumaður út­flutn­ings hjá Icelanda­ir Cargo, hef­ur þung­ar áhyggj­ur af verk­falli sjó­manna og seg­ir það geta stórskaðað sér­stöðu Íslands í fersk­um sjáv­ar­af­urðum á er­lend­um mörkuðum. Hann seg­ir sam­drátt­inn í út­flutn­ingi í flugi þegar nema nokkr­um tug­um pró­senta.

„Þetta hef­ur mis­mik­il áhrif á viðskipta­vini okk­ar,“ seg­ir Mika­el og vís­ar til þess hvort þeir séu að versla með fisk frá smærri eða stærri bát­um. Hann seg­ir Icelanda­ir Group ætla að draga eins mikið úr flugi og hægt er, en þar sem mik­ill inn­flutn­ing­ur sé í kring­um hátíðarn­ar sé það erfitt.

„En við bregðumst við með niður­skurði í fragt­vél­um ef þetta dregst fram í janú­ar,“ seg­ir Mika­el. „En það eru samt lang­tíma­áhrif­in sem maður hef­ur mest­ar áhyggj­ur af,“ bæt­ir hann við en hann seg­ir hljóðið í er­lend­um söluaðilum sem hann hef­ur verið í sam­bandi við vera slæmt og þeir séu áhyggju­full­ir enda mik­il eft­ir­spurn á er­lend­um mörkuðum um þess­ar mund­ir. 

Hann seg­ir að skort­ur á fersk­um afurðum setja er­lend­um söluaðilum þá afar­kosti að bræða fros­inn fisk eða standa frammi fyr­ir skorti. „Við gæt­um misst sér­stöðuna ef menn kom­ast á bragðið með að bræða.“

heimild: 200 sjómílur Vísir

Til baka