19.10.2016

Einhamar Seafood tók á móti starfsfólki Icelandair Cargo og bauð upp á fiskisúpu og heimagert brauð. Þær Alda og Sandra voru með kynningu á starfseminni. Einhamar Seafood var stofnað árið 2003, í dag starfar fyrirtækið við útgerð ásamt fiskvinnslu, og selur eingöngu ferskan línuveiddan fisk; þorsk og ýsu.  Einhamar Seafood á sína eigin báta og hefur um 70 starfsmenn til sjós og lands. Einhamar Seafood er stór viðskiptavinur hjá okkur og flytur talsvert af fisk í gegnum flugvélar Icelandair Cargo

 

Einhamar seafood visit

 

 Frá Einhamri Seafood til veitingahúsa í Boston

Til baka