16.10.2013

Kæru viðskiptavinir.

 

Í dag munum við skrifa undir samstarfssamning við Kolvið.  Grundvöllur samstarfsins gengur út á að Icelandair Cargo og Kolviður munu saman gefa viðskiptavinum Icelandair Cargo kost á að kolefnisjafna flugfrakt á einfaldan og ábyrgan máta.  Búið er að reikna nákvæman kostnað við kolefnisjöfnun fyrir hvert flutt kíló á öllum áfangastöðum í leiðakerfinu okkar. 

Með þessu móti erum við að koma til móts við óskir margra kaupenda á ferskum fiski um að tryggja bestu mögulegu gæði á ferskum sjávarafurðum og jafnframt á sem ábyrgastan máta.  Kolefnisjöfnun verður valkvæð öllum viðskiptavinum þar sem hægt verður að kolefnisjafna allan flutning með Icelandair Cargo eða einstaka hluta viðskipta eftir kaupendum, flugleggjum osfrv. 

Á Íslandi er eingöngu 1,3% landsins þakið skógum.  Kolviður vinnur að aukinni bindingu kolefnis með skógrækt og uppgræðslu.  Með samstarfi við Kolvið vinnum við að uppgræðslu landsins, endurheimt skóga og tryggjum ábyrgt markaðsstarf á hágæða ferskum íslenskum sjávarafurðum. 

Dæmi um kostnað við kolefnisjöfnun:

Keflavík – London            kr. 0,39/flutt kg.

Keflavík – Boston             kr. 0,72/flutt kg.

Keflavík – Liege               kr. 1,93/flutt kg.

Til baka