27.02.2013

Icelandair Cargo hélt “Ferskan dag” á föstudaginn 22.febrúar.  Mjög góð mæting var á viðburðinn og almennt séð virtust menn nokkuð sáttir.  Á fundinum var ákveðið að reyna að stilla saman sameiginlega strengi í þeim málum sem geirinn getur sameinast um og var áherslan lögð á markaðs- og gæðamál.  Fundurinn byrjaði með stuttri opnun af hálfu Gunnars Más Sigurfinnssonar framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og Mikael Tal Grétarssyni forstöðumanni útflutnings hjá Icelandair Cargo.  Þar á eftir kom Sigurjón Arason frá Matís og hélt mjög áhugavert erindi um gæðamál í ferskum fiski.  Á eftir Sigurjóni kom svo Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair og ræddi um þær leiðir sem Icelandair og ferðaþjónustan hafa farið í sameiginlegum markaðsmálum.  Í lokin kom svo George Bryant from The Booklyn Brothers í London.  George sagði á mjög áhugaverðan hátt frá því hvaða tækifæri hann sæi fyrir íslenskan ferskfiskútflutning og markaðsfærslu hans með sameiginlegri þáttöku iðnaðarins og hvaða hag iðnaðurinn gæti haft af slíku samstarfi.

 Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru að þessu tilefni. Myndasafn frá kvöldinu í heild sinni má skoða á Flickr síðu Icelandair Cargo hér.

 

 

 

Til baka