19.02.2013

Icelandair eykur áætlunarflug til og frá Gatwick í London og mun frá og með 13. september fljúga fjórum sinnum í viku til og frá flugvellinum. Þessi aukning þýðir að Icelandair Cargo getur boðið upp á öflugri fraktþjónustu til London en hefur verið.  Icelandair Cargo  hóf að bjóða upp á þjónustu til Gatwick í október á síðasta ári, þá tvisvar sinnum í viku. Þriðja vikulega flugið bætist við í vor og hið fjórða í haust.

Icelandair Cargo heldur áfram að bjóða upp á fraktþjónsutu eins og verið hefur á London Heathrow, þangað er flogið 14 sinnum í viku.

Nánari upplýsingar veitir söludeild Icelandair Cargo í síma 50 50 400 og Wexco (GSA) í UK.

Söluaðili Icelandair Cargo í UK:

NAME:

WEXCO AIRFREIGHT (U.K.) LTD.

ADDRESS:

STRATUS HOUSE, BEDFONT ROAD

CITY:

STANWELL, STAINS, MIDDLESEX, TW19 7NL

COUNTRY:

England (GB)

TEL:

+44 1784 266 163 / 150

   FAX:

   +44 1784 266 159

   EMAIL:

ops@gsawexco.com

Til baka