18.02.2013

Icelandair Cargo hefur  framlengt samning um leiguflug fyrir hollenska hraðflutningafyrirtækið TNT til 1. april 2015.  Samningurinn felur í sér að Icelandair Cargo mun sjá um fraktflug fyrir TNT á milli Marseille og Parísar á tímabilinu.  Um er að ræða mjög mikilvægan og verðmætan samning fyrir Icelandair Cargo, en tilurð verkefnisins skapar auk þess aukin umsvif fyrir Icelandair Group.   

“Það er okkur sönn ánægja að hafa náð að ganga frá þessum samningum við TNT.  Þetta eru mikilvægir samningar og skapa félaginu góðar og öruggar tekjur.  Það er ekki sjálfgefið að finna verkefni af þessu tagi í mjög svo erfiðu umhverfi sem einkennt hefur fraktmarkaði undanfarin misseri”  segir Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.

Icelandair Cargo rekur í dag 4 flugvélar, tvær sem sinna fraktflugi til og frá Íslandi til Evrópu og N-Ameríku og síðan aðrar tvær sem eru í föstum leiguverkefnum í Evrópu.  Ásamt því nýtir félagið lestar farþegavéla systurfélagsins Icelandair til fraktflutninga.  Félagið mun bjóða upp á flug til allt að 37 áfangastaða á þessu ári með frakt sem er meira en nokkru sinni áður.  Með þessum samningi við TNT er búið búið að tryggja félaginu verkefni fyrir a.m.k. aðra leiguvélina til ársins 2015.

Til baka