31.01.2013

Hestaflutningar er stór hluti af okkar útflutningi. Við leggjum mikla áherslu á að hestunum líði sem best meðan á flutningi stendur, allt frá móttöku hestanna í Keflavík til afhendingar á áfangastað. Þessu náum við fram með nánu samstarfi við viðskiptavini okkar og samstarfsaðila. Mikill hluti hestanna er fluttur til Liege í Belgíu og þaðan keyrður til viðskiptavina víðs vegar um Evrópu. Meðfylgjandi eru tvær myndir af nýmerktum hestaflutningabíl í eigu Ingo Muller, sem sér að miklu leiti um flutning hestanna frá Liege flugvelli og til viðskiptavina.

 

Til baka