01.04.2022

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna um framkvæmdir sem hófust í síðustu viku við stækkun vöruhúss Icelandair Cargo í Keflavík. Núverandi vöruhús er komið að þolmörkum hvað varðar stærð og afkastagetu og því var orðið aðkallandi verkefni að bæta vöruhúsa aðstöðu okkar í Keflavík og styðja betur við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins.

Nýbyggingin, sem stækkar húsið úr rúmlega 6000fm í tæplega 10.000 fm , mun rísa í beinu framhaldi af norðurenda núverandi byggingar. Stærra húsnæði mun stórbæta aðstöðu okkar í Keflavík hvað varðar vinnslurými auk þess sem kælirými verður aukið verulega. Áætluð verklok á byggingu eru í byrjun september á þessu ári og fullbúið húsnæði er áætlað að verði tilbúið áður en við tökum á móti tveimur nýjum B767-300 fraktvélum í okkar rekstur í október og nóvember.

Til baka