02.05.2017

Icelandair Group og þar með talið Icelandair Cargo hefur nú verið umhverfisvottað (ISO 14001).
Mikil vinna fór af stað innan Icelandair Cargo að koma þessu á lagnirnar, skoðað var Reykjavíkurflugvöll, skrifstofuna okkar í RVK og Keflavík með tilitti til þess að skoða umhverfisáhrif starfseminnar. Mótuð var stefna í umhverfismálum, komið af stað ákveðnu verklagi til þess að stýra og vakta umhverfisáhrifin, hvernig við náum að draga úr t.d. flugmengun. Við settum upp framkvæmdaráætlun til að ná okkar markmiðum og tryggja að stöðugt sé unnið að úrbótum og að starfsmenn séu meðvitaðir um hver markmiðin séu. Einnig fórum við aðeins inná ISO 14001 (2015) útgáfuna og ræddum við um tækifærin í umhverfismálum. 

  • 50% af frakt Icelandair Cargo er nú í lestum farþegavéla samanborið við 16% árið 2008. Samnýting flugvélaflota hefur í för með sér mikinn eldsneytissparnað per flutt tonn.

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, seg­ir að rekja megi aðdrag­and­ann að þess­um tíma­mót­um til þess þegar fé­lagið hélt stjórn­ar­fund á Ak­ur­eyri árið 2012 í til­efni af 75 ára af­mæli fé­lags­ins. Stof­nárið sé miðað við árið 1937 þegar Flug­fé­lag Ak­ur­eyr­ar var stofnað.

„Þá tók stjórn fé­lags­ins ákvörðun um að stefnt skyldi að um­hverf­is­vott­un fyr­ir alla okk­ar starf­semi. Við viss­um að flugrekst­ur­inn gæti orðið flók­inn. Það varð raun­in. Mark­miðið var að öll fyr­ir­tæk­in yrðu vottuð fyr­ir árs­lok 2016. Það tókst að öllu leyti nema að eitt lítið fé­lag sat eft­ir sem lauk vott­un á dög­un­um. Það var VITA,“ seg­ir Björgólf­ur.

 

Smelltu til að lesa greinina í heild

Til baka