Verðmætaflutningar

Varðveisla og flutningur verðmæta

Sendingar sem innihalda afar dýrmæta hluti þurfa sérstaka athygli og stöðugt eftirlit til þess að tryggja áhættulausan flutning. Sérstök umsjón er höfð með slíkum sendingum í flugi þar sem vöruafgreiðsla og flutningur fer eftir sér skilgreindum öryggisreglum allt frá móttöku til afhendingar, í samræmi við reglur og ákveðið verklag.

Við vinnum náið með öryggisfyrirtækjum í tengslum við verðmætaflutninga.

Vöruafgreiðsla verðmætasendinga

• Geymsla í fjárhirslu eða svipuðu öryggishólfi
• Öryggisfulltrúi fylgist með vöruafgreiðslu og hleðslu flugvélar á upphafsstöð og endastöð
• Sendingar eru alltaf staðfestar fyrirfram
• Trúnaður milli sendanda og flytjanda

Sérstök skilyrði

• Bóka þarf flutning ekki síðar en 24 tímum fyrir brottför
• Fylgja þarf reglum um pakkningar vel eftir

Hafið samband við sölufulltrúa okkar til að fá nánari upplýsingar um verðmætaflutninga.