Akstursþjónusta

Sækja og senda

Icelandair Cargo býður upp á akstursþjónustu fyrir Reykjavík og nágrenni vegna inn- og útflutnings og til/frá Keflavík.

Innflutningur er keyrður frá Keflavík tvisvar sinnum á dag, kl. 08:00 og 13:00.

Akstur í útflutningi miðast við keyrslu frá Flugfélagi Íslands á Reykjavíkurflugvelli eða beint frá sendanda.

Útflutningur er keyrður til Keflavíkur bæði að morgni og síðdegis.

Hægt er að óska eftir því að sending sé sótt til sendanda á höfuðborgarsvæðinu og komið á flug

Hafið samband við sölufulltrúa okkar og fáið nánari upplýsingar um almenna flutninga. 

Frá Keflavík til Flugfélags Íslands, Reykjavíkurflugvelli

MIN: 2.218kr

+ fer eftir þyngd sendingu

Til og frá stór-Reykjavíkursæðinu til Keflavíkur

MIN: 7.500 kr án vsk

Hvert kíló 17,5 kr án vsk


Flugfélag Íslands - innanlands & Grænland

Sækjum og sendum
Til að viðskiptavinir okkar nái hámarks árangri bjóðum við upp á að sækja sendingar til viðkomandi fyrirtækis og koma henni beint til viðtakanda. Allt sem þú þarft að gera er að hringja - við komum og sækjum, fljúgum með fraktina og sendum til viðskiptavinarins. Þannig getum við tryggt fljóta og örugga þjónustu með fraktsendingar frá upphafi til enda.

Heimsendingarþjónusta
Heimsendingarþjónusta er í Reykjavík, Hafnarfjörð, Kópavog og Garðabæ.
Einnig á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Heimsendingar kosta

1- 50 kg  - 2.500 kr án vsk
50-100 kg - 3.500 kr án vsk
100 + kg - 4.500 kr án vsk

 

Vöruafgreiðslan á Reykjavíkurflugvelli:
Opið virka daga frá kl. 7:00-16:00
Sími 570 3400
Fax 570 3450

Afgreiðslur á landsbyggðinni:
Á Akureyrarflugvelli er sérstök vöruafgreiðsla sem opin er virka daga frá kl. 8:00-17:00.
Símanúmer vöruafgreiðslunnar er 570 3400, fax 460 7010.
Á flugstöðvunum á Egilsstöðum og Ísafirði er frakt afgreidd meðan opið er.
Flogið er með frakt til allra áfangastaða Flugfélags Íslands. Við bendum einnig á rútuferðir til nærliggjandi staða í tenglsum við okkar flug en þannig komum við fraktinni áleiðis til þín.

Frá Ísafirði
Bolungarvík
Sérleyfisbílar með morgun- og kvöldvél. U.þ.b. 15 mín. akstur.

Frá Egilsstöðum
Reyðarfjörður - Eskifjörður - Neskaupstaður
Sérleyfisbílar með morgunflugi mánudaga til laugardaga. Einnig með eftirmiðdagsflugi mánudaga til föstudaga.

Fáskrúðsfjörður - Seyðisfjörður
Sérleyfisbílar með morgunflugi mánudaga til föstudaga. 

Frá Akureyri
Beint flug til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar.
Til að tryggja að sending komist samdægurs í hendur viðtakanda á Þórshöfn eða Vopnafirði, þarf að koma henni í flug frá Reykjavík fyrir kl. 7:30.