Hættuleg efni

Flutningur á hættulegum efnum

Strangar reglur gilda um flutninga á eldfimum, eyðandi, eitruðum eða geislavirkum efnum í flugfrakt. Þessi efni eru áhættusöm og geta ógnað heilsu, öryggi, eignum og umhverfinu. Lista yfir þessi efni er að finna í reglum IATA Dangerous Goods Regulations þar sem þau eru flokkuð.

Sérstök aðgát skal höfð

Sum efni er of hættulegt að flytja sem flugfrakt og eru þá flutt með öðrum hætti. Önnur efni má aðeins flytja á fraktvélum og sum má flytja bæði á fraktvélum og farþegavélum. Fjöldi takmarkana er mismunandi eftir efnum og löndum. Því er gott að kynna sér vel reglur á því svæði sem verið er að flytja vörurnar til. Við vinnum náið með flutningsmiðlurum í tengslum við flutninga á hættulegum efnum þar sem þeir eru sérhæfðir í slíkum verkefnum og áframflutningum.

Nauðsynlegt er að ganga úr skugga um eftirfarandi:

• Að vörunum fylgi rétt auðkenni og flokkun, pökkun sem stenst kröfur, merkingar, stimplar og skráning 
• Að pakkningar séu góðar og fyrirbyggi leka

Sérstök skilyrði um pökkun

Sendandi er ábyrgur fyrir allri pökkun á hættulegum efnum. Flestar tegundir hættulegra efna skiptast í þrjá flokka sem byggðir eru á hversu mikil hætta stafar af efnunum. Flokkarnir eru:

  • I Mikil hætta
  • II Meðal hætta
  • III Lítil hætta.

Kröfur um pökkunaraðferðir

Hafið samband við sölufulltrúa okkar og fáið nánari upplýsingar um flutninga á hættulegum efnum.