Þjónusta

Icelandair Cargo hefur áratuga reynslu af dýraflutningum og við leggjum okkur fram um að tryggja öryggi og velferð dýranna á leið þeirra á meðan á flutningi stendur.

Icelandair Cargo býður upp á hraða og örugga þjónustu í dýraflutningum frá Keflavík til flestra áfangastaða Icelandair. Möguleiki er á flutningi áfram til annarra áfangastaða í tengiflugi með öðru flugfélagi.

Strangar reglur gilda um flutninga dýra og mikilvægt er að tryggja að öll skjöl, gögn, gerð búrs og stærð sé í samræmi við reglur IATA Live Animals regulations.

Söludeild Icelandair Cargo sér um verðlagningu og bókun í flugi frá Íslandi. Flutningur gæludýra til Íslands er alfarið í höndum flutningsmiðlara á brottfararstað.

Ef um innflutning til Íslands er að ræða þarf sendandi að hafa samband við flutningsmiðlara á brottfarastað sem tekur að sér dýraflutninga.

 

Gjaldskrá

Frá Keflavík til Evrópu

Þyngd dýrs og búrsVerð til flugvallar
Upp að 15 kg ISK 41.500,-
16-30 kg ISK 58.800,-
31-50 kg ISK 82.000,-
51 kg og þyngra ISK 94.000,-

Mögulegir áfangastaðir í Bretlandi eru London Heathrow - LHR, London Gatwick - LGW. Glasgow - GLA og Manchester - MAN

Flutningur frá Evrópu

Upplýsingar um flutningsaðila á upphafsstöð gefur Icelandair Cargo, söludeild innflutnings. 

sími: 5050435   netfang:   [email protected]

 


Frá Keflavík til USA og Canada

Þyngd dýrs og búrsVerð til flugvallar
Upp að 15 kg ISK 52.500,-
16-30 kg ISK 73.900,-
31-50 kg ISK 95.000,-
51 kg og þyngra ISK 112.000,-

Flutningur frá USA

Öll afgreiðsla og flutningur á gæludýrum frá USA á Icelandair flugum er í höndum:

Pets Flying Home USA

Sími: +1 323-285-8584

Netfang:  [email protected]

Vefsíða:   www.petsflyinghomeusa.com

 Flutningskostnaður miðast við beint flug á áfangastaði Icelandair Cargo frá Keflavíkurflugvelli til
flugvallar erlendis og greiðist fyrir brottför.

 

Undantekningarlaust þarf móttakandi að greiða afgreiðslu- og þjónustugjöld við móttöku á endastöð.
Sú upphæð er misjöfn eftir áfangastöðum og í vöruhúsi á viðkomandi flugvelli fást upplýsingar um
tollafgreiðsluferli og kostnað. Ef um áfangastað í UK er að ræða vinsamlegast leitið upplýsingar hjá þjónustufulltrúa Icelandair cargo.

Vöruhús eru hér

Nánari upplýsingar fást hjá þjónustufulltrúa Icelandair cargo
Netfang: [email protected] / [email protected]
Sími: +354 50 50 435

 

  • Mjög mikilvægt er að festa kaup á búri af réttri stærð og af réttum styrkleika fyrir gæludýrið þitt til að ferðast í
  • Hvolpar eða kettlingar úr sama goti og sem eru yngri en 6 mánaða gamlir mega ferðast saman í búri (hámark 3 hvolpar/kettlingar)
  • Tvö dýr af sömu tegund mega ferðast saman í búri ef þau eru kunnug hvort öðru og ef samanlögð vigt þeirra er ekki meiri en 14 kg
  • Icelandair flytur ekki dýr yngri en 8 vikna

Finndu rétta stærð á búri

Útkoman hér undir mun sýna lágmarksstærð sem krafist er á búri
Fylltu út reitina í cm/tommum

 
 
 

Brottfarardagur:

  • Dýr skulu afhent á Keflavíkurflugvelli 4 klukkustundum fyrir brottför flugs
  • Alla heilsufarspappíra skal setja  í umslag/plastvasa. Skrifa farmbréfsnúmerið, sem fæst uppgefið við bókun,  utan á umslagið ásamt nafni og símanúmeri móttakanda. Umslagið skal afhenda með dýrinu á Keflavíkurflugvelli
  • það er á ábyrgð sendanda að réttir heilsufarspappírar fylgi með dýrinu
  • Aðeins skal gefa dýrum létta máltíð og vatn áður en þau eru afhent til flutningsaðila

Móttaka Keflavíkurflugvelli, bygging Icelandair Cargo, sími 50 50 549

Beygt til hægri, rétt áður en komið er að flughótelinu við Leifsstöð, við gult skilti sem á stendur Fraktsvæði. Keyra þennan veg þar til bygging Icelandair Cargo kemur í ljós. Gengið inn um hurð hægra megin merkt ,,Afgreiðsla‘‘

ATHUGIÐ:  Mæta þarf með dýrið í síðasta lagi 4 klst fyrir brottför flugs