Flutningur í gegnum Ísland

Með því að nýta þér gegnumflutninga með Icelandair Cargo kemurðu vörunni fljótt og örugglega á áfangastað þar sem hennar er þörf. Við erum alltaf í kapphlaupi við tímann og við leggjum okkur fram um að tryggja þinn árangur með hraða, áreiðanleika og góðri þjónustu.

Ísland er miðpunktur í Norður Atlantshafi

Flutningakerfi okkar tengir 25 borgir í Evrópu við 10 áfangastaði Bandaríkjunum, fjóra í Kanada, sex á Grænlandi og einn í Færeyjum. Þessar flugtengingar ásamt landfræðilegri staðsetningu Íslands eru forsenda tækifæra fyrir okkur og viðskiptavini okkar sem við viljum byggja á.

Reiknaðu dæmið til enda, því tíminn flýgur

Nánari upplýsingar um okkar vörur og þjónustu má sjá með því að smella hér