Innflutningur til Íslands

Við tengjum Ísland við mikilvægustu markaði heimsins með hraðasta flutningsmáta sem á verður kosið. Fyrir eyju í miðju Atlantshafi er hratt og öflugt flutningakerfi einfaldlega spurning um lífsgæði og verðmæti.

Fljótasta leiðin heim

Vörur sem eru fluttar með fraktflutningum Icelandair Cargo skila sér fyrr á markað en ef annar flutningsmáti er valinn. Þannig getur þú boðið upp á eins skilvirka vöruafhendingu og hægt er og annað eftirspurn eftir vinsælum eða nauðsynlegum vörum af öryggi.

Eftirsótt vara á ekki að þurfa meira lagerpláss

Þrátt fyrir að verðlagning vörunnar sem er flutt flugleiðis geti oft verið hærri en með öðrum flutningsmáta þá borgar sig að reikna dæmið til enda. Mikilvægt er að gera ráð fyrir kostnaði við birgðarhald, fjárbindingu og rýrnun sem hægt er að draga úr með því að nýta sér flugfrakt. Flugferðir til landsins eru mjög tíðar og þannig kemst þú af með minni birgðir. Umfram allt getur þú boðið viðskiptavinum þínum uppá ferskara, safaríkara og bragðbetra hráefni.

Síðasti söludagur

Ferskleikinn er öllum mikilvægur þegar kemur að því að velja hráefni, hvort sem það er ætlað til matargerðar eða til annarra nota. Raunar getur ferskleikinn gert gæfumuninn. Viðskiptavinurinn kaupir frekar vöru sem er fersk og endist lengur og kastar ekki krónunni fyrir aurinn þegar til lengri tíma er litið. Síðasti söludagur er ein af staðfestingum þess að við erum alltaf á fljúgandi ferð.

Það tekur enga stund að panta meira með flugfrakt

Við erum alltaf í kapphlaupi við tímann og við leggjum okkur fram um að tryggja þinn árangur með hraða, áreiðanleika og góðri þjónustu.

Reiknaðu dæmið til enda, því tíminn flýgur

Nánari upplýsingar um okkar vörur og þjónustu í innflutningi má sjá með því að smella hér