Vöruafgreiðslan á Reykjavíkurflugvelli:

Vörur þurfa að berast að minnsta kosti 30 mínútur fyrir brottför flugs frá Reykjavíkurflugvelli

Opið virka daga frá 07:00-17:00 Innanlandsfrakt

Opið virka daga frá 08:00-17:00 Millilandafrakt Sími 5050 401


Afgreiðslur á landsbyggðinni:
Á flugstöðvunum á Akureyri, á Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum og á Ísafirði er frakt afgreidd meðan opið er.
Flogið er með frakt til allra áfangastaða Icelandair innanlands. Við bendum einnig á rútuferðir til nærliggjandi staða í tengslum við okkar flug en þannig komum við fraktinni áleiðis til þín.

Frá Ísafirði
Bolungarvík
Sérleyfisbílar með morgun- og kvöldvél. U.þ.b. 15 mín. akstur.

Frá Egilsstöðum
Reyðarfjörður - Eskifjörður - Neskaupstaður - Seyðisfjörður
Sérleyfisbílar með morgunflugi mánudaga til laugardaga. Einnig með eftirmiðdagsflugi mánudaga til föstudaga.


Frá Akureyri
Beint flug með Norlandair til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar.
Til að tryggja að sending komist samdægurs í hendur viðtakanda á Þórshöfn eða Vopnafirði, þarf að koma henni í flug frá Reykjavík fyrir kl. 7:10

Frá Reykjavík

Beint flug til Bíldudals og Gjögurs.