Aukið samstarf við Icelandair Cargo

Til að þjónusta viðskiptavini Air Iceland Connect enn betur og grípa alþjóðleg tækifæri á Norður-Atlanshafssvæðinu þá hefur Air Iceland Connect ákveðið að hefja aukið samstarf við Icelandair Cargo, sem sérhæfir sig í alþjóðlegri flugfrakt. Air Iceland Connect mun áfram taka á móti og skila frakt á sínum áfangastöðum og flytja vörur í sínum flugvélum. Icelandair Cargo mun hins vegar sinna sölu- og markaðstarfi og nýta núverandi sölunet á Íslandi og erlendis.

Vertu fyrstur með vörurnar í hillurnar

Á tímum samkeppni í verslun og þjónustu byggist góður árangur æ meir á því að vera fyrstur á markaðinn með vörur sínar og þjónustu. Flugfrakt Icelandair Cargo er því ákjósanlegasti kosturinn þegar tryggja þarf aukið forskot á markaðnum.

Sækjum og sendum

Til að viðskiptavinir okkar nái hámarks árangri bjóðum við upp á að sækja sendingar til viðkomandi fyrirtækis og koma henni beint til viðtakanda. Allt sem þú þarft að gera er að hringja - við komum og sækjum, fljúgum með fraktina og sendum til viðskiptavinarins. Þannig getum við tryggt fljóta og örugga þjónustu með fraktsendingar frá upphafi til enda.

Frystar eða viðkvæmar, allt á leiðarenda

Við bjóðum frysti- og kæligeymslur til að flytja matvöru, blóm og aðrar viðkvæmar vörur. Við bjóðum ekki eingöngu fraktflug til áfangastaða okkar, heldur er fraktin einnig flutt með rútu til nærliggjandi staða.

Innflutningur á gæludýrum/lifandi dýrum til Íslands frá Grænlandi

Ekki er heimilt að flytja inn nein gæludýr né lifandi dýr frá Grænlandi til Reykjavíkurflugvallar. Keflavíkurflugvöllur er eini samþykkti innflutningsstaðurinn fyrir gæludýr til Íslands.

Gjaldskrá

Afgreiðslustaðir

Millilandafrakt

flugfélag íslands leiðakerfi