Skilmálar

Flutningsskilmálar og ábyrgðatakmarkanir skv. IATA

Smellið hér fyrir flutningsskilmála [IATA Resolution 600B]

Alþjóðlegar reglur og tímamörk um tjónakröfur má sjá á bakhlið farmbréfs. Sérstaklega er bent á ákvæði um takmörkun ábyrgðar farmflytjanda sem er að hámarki SDR 22.00 á hvert kg vörusendingar. Sendanda ber því að tryggja vörusendingar sínar með þetta í huga. Icelandair Cargo áskilja sér rétt til að taka ekki við vörusendingu sem ekki er pökkuð í samræmi við innihald og að greiða ekki tjón sem verður vegna slæmrar pökkunar eða skorts á merkingum. 


Ef tjón verður á sendingu verður Icelandair Cargo að berast skrifleg tjónakrafa innan:

14 daga vegna skemmda 
21 dags vegna seinkunar 
120 daga vegna tapaðrar sendingar

Eftirfarandi gögn og upplýsingar verða að fylgja tjónakröfunni:

  • Afrit af farmbréfi. 
  • Afrit af vörureikningum, með tilvísun í þær upphæðir sem varða tjónið 
  • Lýsing á umfangi tjóns og þyngd þess hlutar sem varð fyrir tjóni
  • Hverjum og hvenær tjónið var fyrst tilkynnt
  • Kröfuupphæð
  • Bankaupplýsingar og kennitala
  • Kredit nóta eða leiðréttur reikningur
  • Pökkunarlisti

 

Hérna getur þú sent okkur tilkynningu um tjón: hérna