Hjá Icelandair Cargo er öryggi starfsmanna í fyrirrúmi og daglega leitum við leiða til að  auka öryggi starfsmanna. Það er okkar álit að góð umgengni og öguð vinnubrögð fyrirbyggi óhöpp og slys.

Icelandair Cargo leggur ríka áherslu á að:

  • Starfsmenn þekki þær öryggisreglur sem eru í gildi á vinnustaðnum og fari eftir þeim.
  • Gögn viðskiptavina séu varðveitt sem trúnaðarupplýsingar og eru starfsmenn fyrirtækisins bundnir þagnarskyldu varðandi allt það sem þeir verða áskynja um í starfi.