04.05.2016

Það hefur orðið að ástríðu Pat Batten eiganda Ocean Odyssey að kynna Edmonton búum ferskan fisk og fá þau til að skilja hvað er á bakvið ferskan og góðan fisk. Árið 2011 fékk hún símhringingu frá íslensku sjávarútflutningsfyrirtæki sem spurði hvort hún vildi kaupa íslenskan fisk, eftir það var ekki aftur snúið og er hún nú að opna sína aðra fiskbúð.

Var þetta til umfjöllunar í fréttatíma Global News Kanada 25. maí síðastliðinn. Talaði Pat um mikilvægi beinu flugi Icelandair til Edmonton og hvað það hefur opnað mikil tækifæri í Kanada.

 "We’re not the cheapest place in town, but we’re the best quality.”

Hægt er að horfa á myndbandið frá fréttatímanum Global News Kanada hérna.

Til baka