Heilsa starfsfólks er góð fjárfesting fyrirtækja og stór þáttur í rekstrinum.  Það er stefna okkar að efla heilsuvitund starfsmanna með því að:

  • Hvetja starfsmenn til að stunda heilsurækt af ýmsu tagi og veita þeim fjárhagslegan stuðning til að auðvelda ástundun. ( upplýsingar um niðurgreiðslu á innri vef fyrirtækisins )
  • Stjórnendur og starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á því að vinnuaðstaða og aðbúnaður starfsfólk sé í samræmi við öryggis og heilsustefnu fyrirtækisins.
  • Við gerum það sem í okkar valdi stendur til að stuðla að hollu mataræði innan veggja fyrirtækisins, m.a með að hafa ávallt ferska ávexti á kaffistofu.