Icelandair Cargo gerir sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu, leggur metnað sinn í að umgangast umhverfið af nærgætni og leitar ávallt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi félagssins
Icelandair Cargo leggur áherslu á að bjóða góða þjónustu jafnframt því að vinna stöðugt að umbótum í umhverfismálum með því að:

  • Fara vel með auðlindir, draga úr úrgangi og auka endurvinnslu úrgangs.
  • Velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins.
  • Starfa eftir vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglugerðum er varðar umhverfismál sem og setja sér kröfur sem ganga lengra eftir því sem við á.
  • Fræða starfsfólk, þjónustuaðila og viðskiptavini fyrirtækisins um umhverfismál og hvetja til aukins árangurs á þessu sviði.

Icelandair Cargo starfar undir umhverfisstefnu Icelandair Group, en hana má finna hér:

umhverfisstefna

Samstarf við Kolvið

Grundvöllur samstarfsins gengur út á að Icelandair Cargo og Kolviður munu saman gefa viðskiptavinum Icelandair Cargo kost á að kolefnisjafna flugfrakt á einfaldan og ábyrgan máta.  Búið er að reikna nákvæman kostnað við kolefnisjöfnun fyrir hvert flutt kíló á öllum áfangastöðum í leiðakerfinu okkar. 

Með þessu móti erum við að koma til móts við óskir margra kaupenda á ferskum fiski um að tryggja bestu mögulegu gæði á ferskum sjávarafurðum og jafnframt á sem ábyrgastan máta.  Kolefnisjöfnun verður valkvæð öllum viðskiptavinum þar sem hægt verður að kolefnisjafna allan flutning með Icelandair Cargo eða einstaka hluta viðskipta eftir kaupendum, flugleggjum osfrv. 

www.kolvidur.is    kolvidur