Starfsmannastefna Icelandair Cargo

Icelandair Cargo er skemmtilegur og metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á að starfa samkvæmt gildum fyrirtækisins sem eru; áreiðanleiki, árangur, hraði og gleði.  Við leggjum mikla áherslu á að hafa innan okkar raða hæfileikaríkt  starfsfólk með jákvætt viðmót ásamt góðri menntun og/eða reynslu sem nýtist bæði fyrirtækinu og starfsmönnum þess.


Gildi okkar lýsa kúltúr (menningu) og viðhorfum starfsmanna og stýra þeirri hegðun sem þarf til að framtíðarsýn, stefna og áherslur félagsins verði að veruleika.

Áreiðanleiki; Við vinnum af heiðarleika, fagmennsku og þekkingu og stöndum við gefin loforð.


Árangur;  Við leggjum áherslu á frumkvæði og sveigjanleika til að hámarka virði þjónustunnar fyrir okkar viðskiptavini.


Hraði;  Við vinnum eftir skilvirkum ferlum og veitum góða og örugga þjónustu.


Gleði;  Við höfum gaman af því sem við erum að gera.  Samskipti okkar einkennast af léttleika og þjónustulund.