Stefna Icelandair Cargo í samfélagslegri ábyrgð

Við leggjum okkar af mörkum til að efla nærumhverfi sitt með því að styðja við íþrótta-, menningar- og félagsstarf. Stuðningur er bæði í formi þátttöku starfsmanna og beins fjárstuðnings við valin verkefni.

Stefnan skiptist í:

Jafnlaunastefnu

Starfsmannastefnu

Fjölskyldustefnu

Umhverfisstefnu

Öryggisstefnu

Heilsustefnu

 

 

Við drögum markvisst úr úr losun gróðurhúsalofttegunda

 

Hámarks nýting á plássi í flugvélum

Umfangsmestu áhrif í umhverfismálum eru þau að við nýtum farþegakerfi Icelandair fyrir flutninga á frakt. Árið 2008 vorum við með 16% af frakt í farþegakerfi Icelandair. Núna erum við með 55% af fraktflutningum okkar í farþegakerfi Icelandair og aðeins 45% í eigin fraktflutningavélum.

Einstök staðsetning

Icelandair Cargo er staðsett á Keflavíkurflugvelli, þar sem við höfum skrifstofuaðstöðu og vöruhús með sérútbúnum kælum. Með því að nýta öflugt leiðakerfi Icelandair tengjumst við umheiminum. Flugvöllurinn er nálægt miðum og fiskvinnslum, sem þýðir að veiðin getur verið komin í loftið innan nokkurra klukkustunda. Þegar ferskur fiskur er fluttur út með flugi er gæðum ekki fórnað hægt er að vera viss um að varan skili sér hratt og örugglega á áfangastað í toppgæðum og á jafnframt á sem ábyrgastan máta.

Flugfloti

Árið 2016 bætti Icelandair við tveimur Boeing 767-300 vélum í flota sinn og sextán Boeing 737 MAX 8 og 9 bætast við að auki milil 2018 og 2021.

Aukin eldsneytisnýting
20% um 2021
Í samanburði við Boeing 757, mun eldsneytisnýting aukast um 11%, 17% og 20%. Eldsneytisnýting 757-200 og 300 hefur einnig verið aukin um 4% með því að bæta við vænglingum.

Continuous descent approach (CDA)

Við styðjumst við "continuous descent approach" (CDA. Þessi aðferð hjálpar að draga úr eldsneytisneyðslu og hávaðamengun).

Starfsemi í sátt við umhverfi

Icelandair Cargo býður viðskiptavinum uppá að kolefnisjafna flugfrakt á einfaldan og ábyrgan máta. Búið er að reikna nákvæman kostnað við kolefnisjöfnun fyrir hvert flutt kíló á öllum áfangastöðum í leiðakerfinu okkar. Með samstarfi við Kolvið vinnum við að uppgræðslu landsins og endurheimt skóga.

 
25%
Hafa unnið í 20 ár
8%
Hafa unnið í 30 ár

Að vera ábyrgur starfsmaður

Hjá Icelandair Cargo er lögð áhersla á að allir starfsmenn félagsins njóti jafnréttis, fjölbreytileiki er virtur, en þannig er best tryggt að sá mannauður sem félagið hefur yfir að ráða, sem m.a. felst í menntun, reynslu, færni og lífsviðhorfi starfsmanna, nýtist því best til framtíðar. Áhersla er lögð á að starfsfólk virði jafnréttisstefnuna og starfi í anda hennar. Öll mismunun t.d. á grundvelli kynferðis, aldurs, uppruna, trúarbragða, starfssviðs, skoðana eða stöðu að öðru leyti er óheimil.
Félagið leitast við að gera starfsmönnum kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu m.a. með gagnkvæmum sveigjanleika í vinnutíma og hlutastörfum eftir því sem við verður komið.

12,5 ár
Meðalstarfsaldur starfsmanna

Starfsmannakönnun

Við mælum ánægju starfsfólks með árlegri starfsmannakönnun. Niðurstöður hennar eru nýttar til að auka ánægju og öryggi innan fyrirtækisins og bæta samstarfið. Einnig tekur næsti yfirmaður starfsmannaviðtal tvisvar á ári og eftirfylgni fer fram þremur mánuðum síðar til að meta áhrif og framgang mála.

Tryggir starfsmenn

Að meðaltali hafa starfsmenn okkar verið með okkur í 12,5 ár. Yfir 25% starfsmanna okkar hafa verið hjá okkur í meira en 20 ár, 36% hafa unnið í 15 ár og 8% hafa unnið fyrir okkur í yfir 30 ár.

 

Gildin okkar

Áreiðanleiki

Við vinnum af heiðarleika, fagmennsku og þekkingu og stöndum við gefin loforð

Árangur

Við leggjum áherslu á frumkvæði og sveigjanleika til að hámarka virði þjónustunnar fyrir viðskiptavini okkar

Gleði

Við vinnum eftir skilvirkum ferlum og veitum góða og örugga þjónustu

Hraði

Við höfum gaman af því sem við erum að gera. Samskipti okkar einkennast af léttleika og þjónustulund

Markmiðin okkar

Árið 2018 stefnum við á að vera meðal fyrstu fyrirtækja í ferðaiðnaði í Evrópu og meðal 50 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að innleiða Jafnlaunavottun.

10%
minni rafmagnsnotkun skrifstofurýmis 2018
20%
minni kolefnisspor 2022
60%
fraktar komin í farþegavélar 2018
10%
minni úrgangur skrifstofurýmis 2018
50%
minna kolefnisspor 2050

Skilvirkni í eldsneytisnýtingu

Mikilvægasti þátturinn sem hefur áhrif á eldsneytisnotkun flugvélarinnar er þyngd hennar. Notkun nýrrar tækni og hágæðaefnis hefur gert okkur kleift að draga úr heildarþyngd. Með því að fínstilla rekstraraðgerðir okkar höfum við einnig getað skorið eldsneytisnotkun p. flugferð niður um nokkur kílógrömm á ári.

Við höfum það að markmiði að styða framtíðarsýn IATA um að ná að kolefnisjafna alla okkar frakt fyrir árið 2050. Við erum sífellt að leita að leiðum til að hjápa okkur í þá átt. Ein af þeim leiðum er að auka eldsneytisnýtingu.

17%
minnakolefnisspor með hagstæðari vélum (Boeing 737 MAX)
20%
aukin eldsneytisnýting fyrir árið 2021
4%
minni eldsneytisbrennsla með vængbrögðum

Það er auðvelt að vera grænn

Við störfum eftir vottuðu umhverfisstjórunarkerfi samkvæmt ISO 14001 frá 2015. Í samræmi við það stundum við vistvæn innkaup og tökum markviss græn skref. Einnig erum við með kolefnissporsreiknivél í vinnslu.

Hvernig við erum í samanburði

 

Hvernig stöndum við okkur í samanburði við aðra?

Fiskútflutningur Icelandair Cargo skilur eftir minna kolefnisspor en sambærilegar vörur frá nágrannalöndunum. Norskur þorskur er fluttur í vöruflutningabíl til Liége í Belgíu. Íslenskur þorskur sem fluttur er með fraktflugvél okkar á sama áfangastað skilur eftir 13% minna CO2 og 82% minna sé hann fluttur með farþegavél Icelandair.
Lesa bækling

Prótín menga mismikið

Kolefnisspor íslensks sjávarfisks er talsvert minna en hjá flestri kjötvöru, eggjum og mjólkurvöru. Sé íslenskur þorskur fluttur til Liége borinn saman við alþjóðlegt meðaltal (FAO) fyrir annars konar prótín er kolefnissporið:

1.7
stærra fyrir egg
2.4
stærra fyrir kjúkling
20.5
stærra fyrir nautakjöt

Tími fyrir ferskleika

Þegar ferskleikinn skiptir höfuðmáli er helsta fyrirstaðan ekki fjarlægðin, heldur tíminn sem líður. Staðsetning Íslands sem miðpunktur í Norður Atlantshafi, gjöful fiskimið, áratuga reynsla og öflugt leiðarkerfi Icelandair Cargo eru grunnurinn að einstöku samkeppnisforskoti fyrir ferskan fisk frá Íslandi.

 

Icelandair Cargo samfélagsábyrgðir og samstörf

Kolviður

Grundvöllur samstarfsins gengur út á að Icelandair Cargo og Kolviður gefa viðskiptavinum Icelandair Cargo kost á því í sameiningu að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr áhrifum kolefnislosunar í flugfrakt.
Með þessu móti erum við að koma til móts við óskir margra kaupenda á ferskum fiski um að tryggja mestu mögulegu gæði á ferskum sjávarafurðum á sem ábyrgastan máta.

Íslenski hesturinn

Icelandair Cargo er aðalstyrktaraðili Íslenska hestins Á HM, sem haldinn er árlega á ýmsum stöðum í Evrópu

Vildarbörn Icelandair

Vildarbarnasjóðurinn gerir börnum, sem glíma við langvinn veikindi eða búa við erfiðar aðstæður, kleift að fara í ævintýralega utanlandsferð ásamt fjölskyldum sínum. Sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi Icelandair, framlögum frá félögum í Saga Club Icelandair og með afgangsmynt frá farþegum Icelandair.