Icelandair Cargo
Þjónusta
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu, sérsniðna að þeim varningi sem þú vilt flytja. Hvort sem um er að ræða fersk matvæli, varahluti, persónulega muni eða annað, erum við tilbúin að aðstoða þig.Flutningskerfi
Ísland er miðpunkturinn í flutningskerfi Icelandair Cargo, sem tengir viðskiptavini okkar við fjölmarga áfangastaði innanlands, í Evrópu og Norður-Ameríku. Víðtækt tengslanet gerir okkur kleift að þjónusta einnig fjarlægari áfangastaði, þar á meðal Asíu.Dýraflutningar
Icelandair Cargo býr yfir áratuga reynslu af dýraflutningum. Öryggi og velferð dýranna er ávallt í fyrirrúmi, hvort sem við flytjum hesta til nýrra eigenda eða gæludýr til endurfunda við fjölskyldu sína. Skammastafanir IATA sem tengjast dýraflutningum: AVI/SPFIcelandair Cargo
Icelandair Cargo
Allt frá upphafi millilandaflugs frá Íslandi hefur fraktflug leikið lykilhlutverk í íslenska flugiðnaðinum. Forverar Icelandair, Loftleiðir og Flugfélag Íslands, fluttu frakt í farþegaflugi og með tilkomu Flugleiða árið 1973 var sérstök fraktdeild stofnuð innan fyrirtækisins.
Fraktflutingur varð að veigamiklum þætti í starfsemi félagsins. Auk þess að flytja frakt með farþegaflugi, bauðst viðskiptavinum nú að bóka frakt í sérstakt fraktflug sem starfrækt var beggja vegna Atlantshafsins og einnig að bóka sérstak leiguflug fyrir frakt.
Umhverfisstefna
Umhverfisstefna
Við hjá Icelandair Cargo erum meðvituð um þau umhverfisáhrif sem óhjákvæmilega fylgja flugferðum og leggjum okkur fram við að takmarka kolefnissporið sem hlýst af starfsemi okkar.
Icelandair Group hefur sett sér metnaðarfulla umhverfisstefnu sem miðar að því að draga úr kolefnislosun um 50% fyrir árið 2030 og að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050.
Upplýsingar um flotann
Upplýsingar um flotann
Icelandair Cargo hefur yfir að ráða tveimur fraktflugvélum af gerðinni Boeing 767 og tveimur af gerðinni Boeing 757, auk þess sem við nýtum neðra rými farþegaflugvéla Icelandair til að flytja frakt. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu við fraktflutninga til og frá bækistöðvum okkar við Keflavíkurflugvöll, yfir Atlantshafið og innanlands.
Víðfemt samstarf okkar við önnur flugfélög og hina ýmsu flutningsaðila um víða veröld tengir okkur við alla heimshluta.